JÁKVÆÐA FÓLKIÐ

JÁKVÆÐA FÓLKIÐ

 Á bak við upplifunar fyrirtækið Já Takk er einstakt teymi gestgjafa sem koma úr gjörólíkum áttum en eiga það sameiginlegt að vera einstaklega jákvæð og hafa óbilandi ástríðu fyrir alls kyns góma-gleði, góðri upplifun, mat og menningu. Úrval af vörum fyrir sælkera telur fyrst og fremst “Sælkerasveim” sem segja má að sé okkar aðal-réttur á matseðli okkar í upplifun. Sælkerasveimur hefur verið í boði síðastliðin ár fyrir ævintýragjarna og vandláta sælkera erlendis frá og erum við afar stolt af 5 stjörnu umsögnum eingöngu. Sælkerasveim bjóðum við nú allt árið í kring í Reykjavík, bæði fyrir höfuðborgarbúa sem og aðra forvitna og ævintýragjarna Íslendinga. Við bjóðum einnig uppá árstíðarbundin ævintýri fyrir nautna-seggi og má þar nefna “Sælkerasveim Vestmannaeyjum”, “Sælkerasveim Reykjanesi” og “Reykjanes Street Food Safari & Fjörumó” svo eitthvað sé nefnt.

Ýmir Björgvin Arthúrsson

A.K.A GOURMET GUIDE

Ýmir er hvatvís og ævintýragjarn gleðigjafi og nautnaseggur sem elskar deila mat og drykk og upplifun með öðrum. Þessi ástríða hefur getið af sér rekstur í ferðaþjónustu (Magical Iceland) síðan 2012 þar sem Ýmir býður uppá sérsniðnar “gourmet ferðir” fyrir “high end” erlenda gesti og mest frá USA. Þess má geta að Magical Iceland státar af eingöngu 5 stjörnu umsögnum á Tripadvisor. Þar á undan bjó Ýmir nokkur ár erlendis, ma eitt ár í Ísrael og svo tvö ár í Barcelona þar sem Ýmir lauk MBA námi (1998 - 2000). Ýmir hefur haldið fyrirlestra um ferðaþjónustu í Háskóla Íslands og víðar. Oftar en ekki byrja fyrirlestrar Ýmis á tilvitnun í John Lennon : “Life is what happens to you while you are busy making other plans”. Erlendis vakti Ýmir athygli fyrir að vera “stjarnan” með Rick Stein á BBC2 (Long Weekend Reykjavik) og nýlega var nokkurra blaðsíðna umfjöllun um “gourmet túra” Ýmis í National Geographic. Ýmir hefur verið með sérsniðnar matar- og upplifunarferðir fyrir íslenska hópa og fyrirtæki samhliða því að sinna sínum erlendu gestum síðastliðin 5 ár, en það hefur aldrei verið kynnt né auglýst heldur eingöngu verið “word of mouth”. Hrefna og Ýmir hafa dansað saman í gegnum lífið síðan árið 2009, eða síðan Ýmir sá hana í Krónunni og heillaðist uppúr skónum. Saman hafa Hrefna og Ýmir rekið Magical Iceland og þar sér Hrefna um allan undirbúning og eins og Ýmir orðar það : “Hrefna lætur allt verða fallegt og ég tala bara”

Þóra Hrund Guðbrandsdóttir

HÁTÍÐARHÖNNUÐUR & SÆLKERINN Í SÍMASKRÁNNI

Þóra Hrund er ævintýragjarn mannræktarmógull, frumkvöðull og heimshornaflakkari sem elskar að láta hugmyndir og drauma verða að veruleika. Hún er sælkeri fram í fingurgóma og elskar fátt meira en að borða góðan mat og njóta hans í góðum félagsskap. Þóra Hrund er viðskipta- og markaðsfræðingur og með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun ásamt því að vera markþjálfi. Síðustu ár hefur Þóra unnið sem viðburðastjóri ásamt því að reka lítið útgáfufyrirtæki ásamt Erlu samstarfskonu sinni undir merkinu MUNUM. Hún trúir því að lífið snúist um að skapa minningar og hafa gaman með fólkinu okkar og að það sé fátt meira nærandi en góð upplifun. Til þess þurfa stóru smáatriðin að vera í lagi og eru þau alltaf höfð að leiðarljósi hjá Já takk.

Hrefna Ósk Benediktsdóttir

FRAMREIÐSLUMAÐUR & BORÐHALDS HÖNNUÐUR

Hrefna elskar allt sem gleður augað, enda hefur hún gleggra auga en flestir þegar kemur að fegurð, hvort sem um er að ræða tísku, mat, menningu eða mannfögnuði. Eftir að slíta bernskuskónum á Selfossi fór Hrefna í 3ja ára nám í “Framreiðslu” og hefur hún fjölda ára reynslu sem þjónn á mörgum af rómuðustu veitingastöðum landsins. Hrefna stofnaði og rak tískuvörusverslun í tæpan áratug á Laugarveginum og um tíma í Hafnarfirði (B Young). Hrefna hefur rekið Magical Iceland með Ými síðan 2012 og státa þau saman af eingöngu 5 stjörnu umsögnum á Tripadvisor. Eins hefur Hrefna síðan 2019 unnið í mannauðsmálum og auðgað bæði anda og líkama hjá starfsmönnum tölvufyrirtækisins Premis með einstökum árangri. Þegar þú ætlar að halda matarboð og vilt gera andrúmsloftið fallegra og skemmtilegra en nokkur á von á - þá hringir þú í Hrefnu 
Share by: